top of page

Körfuboltareglur

Tími á Íslandi

Í 7-10 flokki þá er 4x8 mínútur og ein mínúta pása á milli leikhluta og hálfleikur er 5 mínútur. Og þjálfarinn getur tekið tvö leikhlé í fyrri hálfleik og þrjú í seinni hálfleik.

Eftir 10 flokk þá er 4x10 mínútur svo hver leikhluti er 10 mín, með pásu í 1 mínútu eftir hvern leikhluta, svo er hálfleikur það er 10-15 mín. Hvert lið hefur tvö leikhlé í fyrri hálfleik og þrjú í seinni hálfleik.

Svo ef það er jafnt eftir að tíminn er búin þá er framlenging, því einhver þarf að vinna. Sá tími er 5 mínútur sem eru bættar við og ef þú ert með einhvern leikhlé eftir þá getur þú notað þau annars ert þú búin að klára þau. Núna sekúndur leiksins hver sókn er 24 sekendur og ef sóknarmaður nær frákasti bætast við 14 sekendur við ef það fer í hringinn. Sókninn hefur 8 sekúndur til þess að koma boltanum yfir miðjuna eftir skoraða körfu eða frákasti. Í hverju innkasti þarf boltinn að vera komin úr höndum innkastar á 5 sekúndur. Svo er 3 sekúndur ef leikmaður stendur inní teig eða lengur fá andstæðingar boltann.   

Tími í Bandaríkjunum:

Í high school í bandaríkjunum er leikurinn 4x8 mínútur eða 8 mínútur hver leikhluti. Svo í college er það 4x10 sem sagt hver leikhluti er 10 mín, skotklukkan er 35 sek hver sókn hjá konum og 30 sek hjá körlum. Og það er líka 4x10 mín í WNBA(Womens National Basketball Association) og alþjóðlegum leikjum. En í NBA eru leikirnir 4x12 mín hver leikhluti er 12 mínútur og skotklukkan 24 sek. Leikhlé, í high school eru lið með þrjú 60 sekúndna leikhlé og tvö 30 sekúndna fimm allt í allt. Í college eru leikhlé ekki eins ef leikurinn er í sjónvarpi þá er eitt 60 sek og fjögur 30 sek. Ef hann er ekki í sjónvarpi þá hafa lið fjögur 75 sek og tvö 30 sek leikhlé. En í NBA hefur hvert lið hefur sek heill leikhlé og eitt 20 sek hver hálfleikur en aðeins leikmaður inná vellinum getur kallað leikhlé.       

Körfuboltabúningur er búningur fyrir körfubolta leikmenn. Körfubolta búningar saman stendur af treyjum sem er með númer og nafn eða eftirnafn leikmanns á bakinu af treyjunni, leikmenn eru ekki alltaf með nafnið sitt á bakinu samt, þeir eru líka í stuttbuxum og íþróttaskóm. í liðum, eru leikmenn í búningum sem hafa liti félagsins; heimaliðið er oftast í ljósari búning (oftast hvítum) treyjum, á meðan gestaliðið er í dekkri treyjum.

 

Öðruvísi körfubolta deildir eru með öðruvísi forskriftir fyrir týpu af búningum sem eru leyfðir á vellinum. Snemma í sögu íþróttinnnar, var körfubolti spilaður í hvaða íþróttafatnaði sem er, en um nítjándu öld voru sérstakir búningar framleiddir og seldir til körfubolta leikmenna. Stíllinn, sniðið og hvernig körfubolta búnigarnir pössuðu. Sem þróuðust með árum og voru gerðir öðruvísi eftir tísku á hverju tímabili. Á Íslandi máttu vera í aðþröngum undirfötum en ef fleiri en einn er í svoleiðis þurfa leikmenn að vera í sama lit. Í NBA máttu vera í undirbuxum ef þær ná ekki niður fyrir stuttbuxurnar eða vera með vörumerki eða skrauti á þeim og það þarf að vera í svipuðum lit og treyjan.

 

Búningar

Stigatafla

Þessi mynd sýnir búnga hjá Utah Jazz

Hvít-Heima                   Dökkt-úti

Villur og reglur

Hér eru nokkrar reglur og villur. Skref ef að leikmaður tekur meira en tvö skref eftir að hann tekur upp boltann eða ef hann hreyfir pivot fótinn( fóturinn sem er fyrstur til þess að fara í gólfið það er fóturinn sem ekki má hreyfa). Fótur ef boltinn fer í fótinn af leikmanni eða leikmaður setur fótinn upp til þess að sparka í boltann. Slá ef leikmaður slær annan leikmann er það villa. Útaf þegar boltinn fer af vellinum eða er kastað eða sparkað og boltinn rúllar útaf þá er það síðasti leikmaður til þess að snerta boltann hans lið missir boltann. Ruðningur þessi villa er þegar leikarmaður ýtir eða slær varnarleikmann með höndunum er það villa. Tæknivilla það er þegar leikmaður öskrar eða blótar að dómara eða öðrum leikmanni. Áshyrningur/óíþróttamannslegvilla ef að leikmaður heldur í bakið af öðrum eða það er harkalegt átak á milli leikmanna. Uppkast þegar tveir leikmenn eru að berjast um boltann og eru að halda í boltann á sama tíma í smá tíma. Brottvísun leikmaður getur verið brottvísaður af velli ef hann fær óíþróttamannslegvilla, tvær tæknivilla, tvær óíþróttamannslegvilla eða bein brottvísun frá dómara.

Skref
Óíþróttamannsleg villa
bottom of page