
Stöður og völlurinn
Körfurnar
Fyrsta karfan var reyndar ávaxta karfa og til þess að ná boltanum úr körfunni þyrftir þú að taka stórt og langt prik og pota boltanum úr svo áratugi seinna var fundið upp körfu með málm hring með neti sem var lokað á endanum svo einu sinni enn þyrfti að klifra upp og ná í boltann eða taka prik. En loksins árið 1906 var netið klippt og haft opið svo að boltinn myndi falla til jarðar og það væri léttara að halda áfram með leikinn og með tímanum þróaðist karfan en meira með þróun spjaldsins. Núna eru ákveðnar mælingar sem þarf að fylgja eins og hringurinn þarf að vera 45 sentimetrar í þvermáli og netið um 38-45 sentimetrar og brúnninn af hringnum þarf að vera um 3 metrar frá gólfinu. Skemmtileg staðreynd núna er hringurinn sveigjanlegur svo þegar að leikmenn troða þeir beygla ekki hringinn eða brota spjaldið.

Spjaldið
Upprunlega ástæðan fyrir spjaldinu er að áhorfendur voru alltaf að trufla leikina með því að slá eða berja í boltann þegar leikmenn skutu honum og þegar það var ekkert spjald var fráköst ekki valkostur. Fyrsta spjaldið var búið til árið 1893 þá voru þau miklu minni og þá var hægt að taka fráköst svo eftir svolítinn tíma fundu leikmenn út að þú gast notað spjaldið þegar þú varst að skjóta þá fór boltinn á spjaldið og ofaní. Fyrsta spjaldið var búið til úr vírneti en svo þurfti að búa til annað því að fólkið var að slasast við að reyna slá boltann frá körfunni svo var fundið upp tré spjald um 1904 en bara fimm árum síðar um 1909 voru gler spjöld tekinn upp og ennþá notuð í dag en við notum trefjaplast svo það er ekki jafn auðvelt að brjóta það. Litli kassinn á spjaldinu er ekki vitað hvenær það kom en það varð fljótlega lykill atriði í íþróttinni.

Körfubolta völlurinn
Völlurinn er 29 með 15m (94 by 54 feet). Samkvæmt FIBA ( International Basketball Association) völlurinn er örlítið minni sem sagt 28 með 15 m (92 by 49 ft) en vellir eru í mismunandi stærðum eftir aldursflokkum en körfurnar eru alltaf 3 m nema hjá yngri flokkum. Hver körfubolta völlur er með þriggja stiga línu hjá báðum körfum. Ef leikmaður skorar fyrir aftan þessa línu er sú karfa 3 stig og karfa fyrir innan þessara línu eða ef leikmaður stígur á línuna er það tvö stig. Vítalínan er fyrir innan þar sem maður stendur við vítaskot, sú lína er fyrir innan þriggja stiga línuna sem stendur um 4.6 m (4,57) frá körfunni. Vítaskot er 1 stigs virði en skot í leik frá vítalínunni er samt 2 stig.

Svæði vallarins

1. Hliðarlínur
Hliðarlínurnar renna við hlið vallarins og merkja enda hans þannig ef þú stígur útaf með boltann missir liðið boltann

3. Miðjulínan
Þessi lína skiptir vellinum í tvennt og ef sóknarlið er að spila þá er sá helmingur þeirra sóknar karfa og svo hinn helmingurinn er varnar hliðinn.

5. Vítalínan
Þessi lína er fyrir vítaskot og hún er um 4,6 m (4,57) frá körfunni. Þegar það er tekið vítaskot má ekki stíga á línunna eða yfir fyrr en boltinn er búin að snerta hringinn

7. Teigur
Teigurinn hann kemur í mörgum stærðum eftir aldri og teigurinn að utan er með kössum og línum til að skilgreina stöður í vítaskoti báðu megin stöður er varnarliðið er með þrjá leikmenn og sóknar tvö en annar að skjóta. Leikmenn mega ekki stíga inní teig fyrr en boltinn er farinn úr höndum skotmannsins.

2. Baseline/Endalína
Endalínan er hinir endar vellisins og ef lið missir boltann útaf eða það er viilla fá hinir boltann innköst tekinn á endalínunni og hliðarlínu.

4. Þriggja stiga línan
Ef eitthver tekur skot fyrir aftan þessa línu og boltinn fer ofan í þá fær liðið 3 stig

6. Vítahringur
Þessi hringur er 3,7 m (3,65) í þvermáli, skotmaður verður að halda sér í þessum hring. Þegar fráköst frá skotinu koma verða þeir sem eru ekki fyrir utan teig að bíða eftir því að einhver snertir boltann.

8. Miðjuhringur
Hérna byrjar leikurinn þegar dómarinn kastar boltanum í loftið og einn leikmaður frá hverju liði stendur í hringnum á meðan hinir standa í kringum svo þeir sem standa inní þurfa slá boltanum úr hringnum að öðrum leikmanni en þeir sem eru inní mega ekki taka upp boltann fyrr en annar leikmaður er búin að snerta hann.
Hálfur völlurinn

Teigur
Ef að sóknarmaður er inní teig í 3 sekúndur er það brot fær hitt liðið boltann.

3. Lykill
Þetta er líka góður staður til þess að vera fyrir bæði varnarmann og sóknarmann bara með því planta þér þarna er hægt að fá góð tækifæri í leiknum

5. Toppur hringsins
Þessi staður er oftast notaður fyrir röðun sóknar- og varnarmönnum svo finnst mörgum leikmönnum gott að skjóta hérna.

7. Horn
Þetta er annar staður sem margir skjóta á og þetta er notað fyrir spacing sem sagt hafa nóg af bili á milli leikmanna og að allir eru ekki í klessu og þá getur maður cutað að körfunni og það er enginn fyrir. Svo er líka æft Zone vörn leikjaplan sem vörnin notar.


2. Kassi
Þessi kassi hefur margvíslega notkun svo sem að posta up sem er að stíga í varnarmanninn og reyna fá boltann og gera hreyfingu til þess að skora undir körfunni. Og þegar það er vítaskot sóknarmaður er fyrir ofan kassann og varnarmaður er fyrir neðan og reynir að stíga manninn út.

4. Vítalína framlengd
Þessi lína er fyrir Varnarleiki ef boltinn er fyrir ofan línunna er sérstök áætlun fyrir vörninna og ef boltinn er fyrir neðan línunna er annað plan. Svo notar dómarinn þessa línu fyrir sóknarleikmanna röðun.

6. Vængur
Þessir vængir eru notaðir í fyrir skilgreiningu um Boltamegin og Veikumegin boltamegin þar sem boltinn er og veikumegin þar sem boltinn er ekki í spili.

8. Litla hornið
Þetta er stefnumótandi sóknar staður sem notað er á móti zone varnarleik.
9. Innri hringur
Þetta svæði er notað til þess að fá villuna í skoti og varnarmennirnir fara ekki á mann því það er alltaf villa.
Leikmanna stöður
Það eru 5 leikmenn á vellinum 10 allt í allt svo það eru fimm stöður. Fyrsta Ás hann stjórnar kerfum og sér til þess að allir eru á réttum stað. Svo eru það “Tvistur” og “Þristur” einn á vængnum og hinn annaðhvort hinu megin eða út í horni og geta hjálpað við það að taka boltann inn. Svo er “Fjarkinn” hann tekur boltann inn og er alltaf hinu megin við Ásinn. Svo er það “Fimman” hann er oftast stór og gefur screen, reynir að fá boltann inní miðjuna til þess að pósta upp eða fá boltann inn og senda hann aftur út í opið skot til dæmis.
Fjöldi leikmanna
Það eru alltaf 5 leikmenn inná vellinum frá hverju liði en þú getur verið með allt að 12 leikmenn á skýrslu þá getur þú skipt inná t.d ef einhver slasast og getur ekki spilað. Það þarf ekki endilega að vera 12 leikmenn þú getur haft færri en það þurfa að vera að minnsta kosti 5.
